Fimm saknað eftir sjóslys

Borgin Dubrovnik er vinsæll ferðamannastaður við Adríahaf.
Borgin Dubrovnik er vinsæll ferðamannastaður við Adríahaf. Af Wikipedia

Tveir eru látnir og fimm saknað í Adríahafi undan ströndum Króatíu, eftir að strandgæsluskip sigldi á tvo gúmmíbáta sem fólkið var um borð í.

Skipið var á leið að Mljet-eyju til að sinna neyðarútkalli er slysið varð í gærkvöldi í grennd við borgina Dubrovnik sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. 

„Tveimur með minniháttar meiðsli var bjargað úr sjónum og tveir fundust látnir. Fimm er enn saknað,“ segir í yfirlýsingu frá ráðuneyti samgöngumála í Króatíu. 

Níu manns voru um borð í gúmmíbátunum tveimur. Fólkið var allt króatískir ríkisborgarar. 

Nokkur skip sem stödd voru á svæðinu hófu að aðstoða við leitina í gærkvöldi.

Fjölmiðlar í Króatíu segja að fólkið hafi unnið við þjónustustörf á eyju úti fyrir ströndinni og að verið var að flytja það í land er slysið átti sér stað. Í fréttunum kemur fram að bátarnir hafi verið ljóslausir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert