Gerðu 77.000 loftárásir í Sýrlandi

Mynd tekin úr orrustuþotu Rússlandshers yfir Sýrlandi. Þeir gagnrýna Bandaríkjamenn …
Mynd tekin úr orrustuþotu Rússlandshers yfir Sýrlandi. Þeir gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir loftárásir í Sýrlandi, m.a. á herstöð og flugvöll. AFP

Rússar hafa fækkað orrustuþotum sínum í Sýrlandi um helming frá því að þær voru flestar er þeir hófu af fullum þunga að styðja Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í stríði hans við uppreisnarmenn í landinu.

Þetta staðfestir rússneski herinn.

Rússar segja skýringuna þá að ákveðinn stöðugleiki í átökunum í Sýrlandi hafi náðst og „leyft okkur að fara með næstum því helming loftfara sem voru staðsett í Hmeimim aftur til Rússlands,“ segir í yfirlýsingu frá hershöfðingjanum Sergei Rudskoi sem varnarmálaráðuneytið sendi frá sér.

Rudskoi segir að frá nóvember í fyrra og til janúar í ár hafi rússneski herinn gert loftárásir í Sýrlandi. Flotinn var staðsettur í Hmeimim-herstöðinni og var í kringum 35 vélar er mest lét.

Rudskoi segir að þrátt fyrir að Rússar hafi aðeins haft „brot“ af þeim fjölda véla sem hersveitir Bandaríkjamanna eru með á vettvangi hafi Rússar farið í margfalt fleiri árásarferðir og gert um fjórum sinnum fleiri loftárásir eða í kringum 77 þúsund.

Rússneski varnarmálaráðherrann, Sergei Shoigu, segir að lofther hans muni halda áfram stuðningi sinn við Sýrlandsher með því að ráðast á skotmörk tengd Ríki íslams og hópum sem tengjast al-Qaeda.

Shoigu segir að loftárásir Bandaríkjamanna í Sýrlandi hafi skapað hættu fyrir rússneska hermenn „sem berjast gegn hryðjuverkum í Sýrlandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert