Skyndiflóð af djús á götum þegar þak hrundi

Nokkur tonn af ávaxtasafa flæddu um götur bæjarins.
Nokkur tonn af ávaxtasafa flæddu um götur bæjarins. Skjáskot/Twitter

Yfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvað  hafi valdið því að þak á vöruhúsi drykkjarverksmiðju hrundi með þeim afleiðingum að götur bæjarins Lebedyan, sem er um 300 km suður af Moskvu, voru fljótandi í ávaxtasafa.

Vöruhúsið sem er í eigu Pepsi var á níu hæðum og geymdi 28 milljónir lítra af safa, en rannsakendur segja húsið hafa verið byggt eins og spilaborg.

Tveir slösuðust er þakið féll og myndbandsupptökur í rússneskum fjölmiðlum hafa sýnt flóð af rauðleitum ávaxtasafa renna eftir götum bæjarins, en atburðurinn vakti mikla athygli ökumanna.

„Nokkur tonn af safa flæddu út á göturnar þegar þakið hrundi og enduðu í ánni Don,“ hefur AFP-fréttastofan eftir saksóknara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert