Geimverur eða útlendingar

Þegar bandarísk stjórnvöld tala um útlenska glæpamenn (criminal alien) er átt við þá sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar og hafa verið dæmdir fyrir glæp. En það er ekki alveg sama skilgreining og lagt er í orðin á Twitter því þar eru það fljúgandi furðuhluti og X-Files sem koma upp í hugann.

Í gær var ný skrifstofa sett á laggirnar hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna og nefnist hún VOICE en henni er ætlað að sinna þörfum fórnarlömbum glæpamanna og fjölskyldum þeirra sem hafa orðið fyrir glæpum af hálfu útlenskra glæpamanna. 

Fórnarlömbin geta hringt í hjálparsíma og fengið þar stuðning og aðstoð. VOICE var sett á laggirnar að tilskipan forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í janúar, segir í frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert