Límdu 10 kíló af kókaíni á líkamann

Mennirnir voru með kókaínið límt við sig.
Mennirnir voru með kókaínið límt við sig. Skjáskot/Twitter

Tollverðir á JFK-flugvelli í New York handtóku tvo flugfarþega sem reyndu að smygla eiturlyfjum með því að líma efnið utan á líkama sína. Höfðu mennirnir tveir límt um tíu kíló á kókaíni utan á sig.

Mennirnir voru báðir að koma frá Dóminíska lýðveldinu er þeir voru gripnir glóðvolgir á JFK-flugvellinum.

Í tilkynningu frá tollinum er ekki tekið fram hvort að ábending hafi borist um smyglið eða hvernig það komst upp aðeins að þeir hafi verið teknir inn í sérstakt herbergi og leitað á þeim. Þar hafi komið í ljós að þeir höfðu límt 10,4 kíló af kókaíni þéttingsfast við fætur sína og bak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert