Ekið á smábarn í tvígang

Litla stúlkan lenti tvisvar sinnum undir bíl.
Litla stúlkan lenti tvisvar sinnum undir bíl.

Ekið var í tvígang yfir smábarn sem hljóp út á mikla umferðargötu í kínverskri stórborg. Ótrúlegt en satt þá slapp barnið án alvarlegra meiðsla.

Í frétt CNN um málið segir að stúlkubarnið hafi hlaupist á brott frá ömmu sinni sem var að gæta þess. Þung umferð var á götunni. Fljótlega ekur einn bíll á barnið svo það fellur um koll. Bíllinn ekur svo yfir það. Strax á eftir kemur annar bíll og ekur yfir barnið þar sem það liggur á götunni.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá ömmuna koma á harðahlaupum til bjargar barninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert