Komu í veg fyrir hryðjuverkaárás

Lögreglan á vettvangi aðgerðanna í norðvesturhluta London í gærkvöldi.
Lögreglan á vettvangi aðgerðanna í norðvesturhluta London í gærkvöldi. AFP

Kona var skotin og sex voru handteknir í aðgerð lögreglu í London sem miðaði að því að koma í veg fyrir fyrirhugað hryðjuverk. 

Í frétt BBC segir að í aðgerðum lögreglu hafi 21 árs kona verið skotin. Hún var flutt á sjúkrahús. Ástand hennar er sagt alvarlegt en stöðugt.

Aðgerðir lögreglu áttu sér stað í Willesden í norðvesturhluta London og einnig í Kent. Sex voru handteknir.

Haft er eftir lögreglunni í frétt BBC að hún hafi fylgst með húsinu í London um hríð. Í gærkvöldi fór svo hópur vopnaðra lögreglumanna á vettvang. Í þeim aðgerðum var konan skotin. Þrír voru handteknir, m.a. sextán ára piltur. 

Lögreglan segir að fólkið hafi verið handtekið vegna gruns um að það væri að undirbúa hryðjuverkaárás. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert