Tuttugu létust þegar bygging hrundi

Rústir fjölbýlishússins.
Rústir fjölbýlishússins. AFP

Tuttugu manns létu lífið þegar fjölbýlishús hrundi til grunna í borginni Cartagene í norðurhluta Kólumbíu á fimmtudaginn. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í tvo daga. Borgarstjóri Cartagena upplýsti þetta á Twitter-síðu sinni í dag samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að ekki sé vitað hvað hafi valdið því að fjölbýlishúsið, sem var sex hæðir, hafi hrunið en rannsókn standi yfir á því. Björgunarsveitum tókst að bjarga 41 úr rústum hússins en af þeim voru 16 alvarlega slasaðir.

Borgarstjórinn, Manolo Duque, segir að borin hafi verið kennsl á 12 af þeim 20 sem létu lífið. Haldin var messa í borginni í kvöld til að minnast hinna látnu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert