Bar demantinn við húsverkin

Demanturinn er metinn á 45 milljónir króna.
Demanturinn er metinn á 45 milljónir króna. AFP

Demantshringur sem kona gekk með áratugum saman á meðan hún sinnti húsverkunum og öðrum daglegum störfum er talinn munu seljast á allt að 45 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby's í júlí.

Eigandi hringsins er sagður spenntur vegna uppboðsins en hún keypti demantinn á bílskúrssölu og greiddi 10 pund fyrir. Konan lét ekki verðmeta hringinn fyrr en skartgripasali tjáði henni að hann væri mögulega verðmætur.

Demanturinn er stór en er nokkuð gamall og var líklega skorinn til fyrir nokkuð löngu síðan, þegar menn lögðu meiri áherslu á stærð en tærleika. Það kann að vera ástæða þess að engum datt í hug að um raunverulegan demant væri að ræða.

Sky News sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert