Annað fórnarlambið: Saffie Rose 8 ára

Saffie Rose Roussos var átta ára og hafði farið á …
Saffie Rose Roussos var átta ára og hafði farið á tónleikana með mömmu sinni og systur. Þær særðust í árásinni en Saffie lést. Ljósmynd/skjáskot Guardian

Átta ára stúlka, Saffie Rose Roussos, sem var með móður sinni, Lisu Roussos, og systur, Ashlee Bromwich, á tónleikum Ariönu Grande, er meðal þeirra 22 sem létust í sjálfsvígsárásinni í Manchester Arena-tónleikahöllinni í gærkvöldi.

Móðir Saffie og systir særðust báðar í árásinni og hafa fundist hvor á sínu sjúkrahúsinu. 59 manns særðust í árásinni, þar á meðal 12 börn undir 16 ára aldri. Fólkið nýtur aðhlynningar á átta sjúkrahúsum í borginni.

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð á árásinni í morgun.

Saffie Rose er annað fórnarlambið sem er nafngreint af þeim sem létust í árásinni. Áður hafði verði greint frá því að Georg­ina Calland­er, 18 ára fé­lags- og heilsu­fræðinemi, hefði einnig látist.

Georgina Callander með söngkonunni Ariana Grande á tónleikum fyrir tveimur …
Georgina Callander með söngkonunni Ariana Grande á tónleikum fyrir tveimur árum. Callander var í hópi þeirra sem létust í árásinni í gær. Ljósmynd/Instagram Georgina.bethany

„Saffie var einfaldlega gullfalleg lítil stúlka í allri merkingu þessa orðs. Hún var elskuð af öllum og við munum minnast hlýju hennar og góðvildar. Saffie var hljóð og hæversk, en líka með góða sköpunargáfu,“ hefur Guardian eftir Chris Upton, skólastjóra Tarleton-grunnskólans, þar sem Saffie var nemandi.

Sagði hann fréttirnar af láti hennar vera „mikið áfall“. „Sú hugsun að einhver geti farið á tónleika og ekki komið aftur heim er átakanleg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert