Hýddir fyrir samkynhneigð

Frá hýðingunni í morgun.
Frá hýðingunni í morgun. AFP

Tveir Indónesar voru hýddir opinberlega í morgun fyrir að stunda kynlíf saman. Fjölmargir fylgdust með refsingunni og fögnuðu ofbeldinu gagnvart mönnunum tveimur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari refsingu er beitt fyrir samkynhneigð í landinu en hatur í garð LGBT fólks hefur verið að aukast í hluta landsins.

Hvor þeirra fékk 83 högg en þeir voru báðir fundnir sekur um að hafa brotið saría-lög í Aceh-héraði. Hvergi annars staðar í Indónesíu er fólki refsað fyrir samkynhneigð og Aceh er eina hérað Indónesíu sem beitir harðlínu íslamlögum.

Mennirnir, sem eru 20 og 23 ára, voru klæddir í hvíta sloppa og drupu höfði þegar þeir voru slegnir af embættismönnum. Annar maðurinn gretti sig á meðan ofbeldið stóð yfir en hinn sýndi engin svipbrigði á meðan embættismennirnir létu höggin dynja á honum. 

Áður en refsingin hófst sagði Abdul Gani Isa, sem situr í klerkaráði Aceh, að hýðingin væri kennslustund fyrir almenning. Hvernig beita eigi refsingum á réttlátan hátt og ekki sé verið að brjóta á mannréttindum með þeim.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert