„Ólýsanlegur samhugur“

Þúsundir koma nú saman í Manchester.
Þúsundir koma nú saman í Manchester. AFP

Þúsundir koma nú saman á Albert Square í Manchester til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna þar í borg í gær. 22 létu lífið og 59 slösuðust í árásinni sem var gerð á Manchester Ar­ena-tón­leika­höll­ina við lok tón­leika banda­rísku söng­kon­unn­ar Ari­ana Grande.

Minningarstundin fer fram á Albert Square í Manchester.
Minningarstundin fer fram á Albert Square í Manchester. AFP

Fjöldi fólks deilir nú myndum frá minningarstundinni á Twitter, en hún hófst klukkan 18 að staðartíma. Segja viðstaddir að samhugurinn sé ólýsanlegur og minningarstundin sé einstaklega falleg. Á meðal þeirra sem tóku til máls við athöfnina voru David Walker, biskup Manchester, lögreglumenn frá lögreglunni í Manchester og ljóðskáldið Tony Walsh. Þá lauk athöfninni á mínútu þögn. 

„Við syrgjum í dag en við erum sterk“

Fjölmargar borgir sýna samstöðu sína með því að halda minningarstundir í kvöld.

„Sýn­um sam­stöðu og sýn­um þeim sem vilja hræða okk­ur að við erum ekki hrædd,“ sagði í til­kynn­ingu um minn­ing­ar­stund­ina í dag. Þá sagði Andy Burm­an, borg­ar­stjóri Manchester, á blaðamanna­fundi fyrr í dag að stuðning­ur frá borg­um um all­an heim væri ómet­an­leg­ur. Sagði hann að hryðju­verka­menn myndu „aldrei sigra“ og hvatti borg­ar­búa til að standa sam­an gegn hatr­inu. „Við syrgj­um í dag en við erum sterk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert