500 milljónir á fimm mínútum

Franska lögreglan að störfum í Buccellati við Rue de la …
Franska lögreglan að störfum í Buccellati við Rue de la Paix í París í gær. AFP

Vopnaðir þjófar gerðu sér lítið fyrir og stálu skartgripum fyrir um 5 milljónir evra, 563 milljónir króna, um miðjan dag í París í gær. Ránið tók ekki nema fimm mínútur.

Þjófarnir komu þjótandi inn í Buccellati-skartgripaverslunina við Rue de la Paix í 1. hverfi borgarinnar vopnaðir öxum og skammbyssu. Þeir létu greipar sópa í versluninni sem þykir ein sú fínasta í París.

Þjófarnir voru tveir, annar með lambhúshettu en hinn grímu, og skipuðu þeir starfsfólki og viðskiptavinum að halda sig til hlés á meðan þeir brutu sér leið í sýningarkassa með öxunum og fylltu poka sína með ránsfengnum. Fimm mínútum síðar voru þeir á bak og burt í flóttabifreið sem beið þeirra með sírenum á fyrir utan skartgripaverslunina.

Á mánudaginn voru skartgripaþjófar einnig á ferð í París en þá brutust tveir vopnaðir og grímuklæddir menn inn í íbúð í 16. hverfi og stálu þar hring sem metinn er á þrjár milljónir evra. Eigandi íbúðarinnar og ungir synir hennar ásamt fjölskylduvini voru öll í íbúðinni þegar ræningjarnir réðust inn. Að sögn lögreglu sluppu þau ómeidd. Ekki er vitað hvort um sömu menn er að ræða.

Frétt Le Parisien

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert