Hamas tók þrjá af lífi

Hamas-liðar.
Hamas-liðar. AFP

Palestínsku íslamistasamtökin Hamas tóku þrjá einstaklinga af lífi á Gasa-ströndinni í dag vegna vígs eins af herforingjum samtakanna. Hamas fullyrðir að Ísrael hafi látið vega herforingjann. 

Tveir karlmenn voru hengdir í Gasaborg vegna vígs herforingjans Mazen Faqha í mars en sá þriðji var tekinn af lífi af aftökusveit samkvæmt frétt AFP. Hundruðum manna var boðið að horfa á aftökurnar. Einn mannanna var sakfelldur fyrir að hafa vegið Faqha en hinir fyrir að hafa aðstoðað hann. Tvær vikur eru síðan mennirnir voru handteknir.

Mannréttindasamtök hafa fordæmt aftökurnar. Human Rights Watch sagði hraðann á málsmeðferðinni til marks um það að mennirnir hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert