Móðir hetju vill komast í samband

Jones aðstoðaði slasaða á vettvangi og er nú orðinn hetja.
Jones aðstoðaði slasaða á vettvangi og er nú orðinn hetja. Mynd/AFP

Móðir Stephen Jones, heimilislauss manns í Manchester, sem er nú orðinn hetja eftir að hafa aðstoðað fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Manchester Arena-tónleikahöllinni á mánudagskvöld, vill nú komast í samband við son sinn. Hún vissi ekki að hann væri heimilislaus. New York Times greinir frá.

Jones hafði fundið sér stað við tónleikahöllina til að sofa á, en þegar sprengingin varð ákvað hann að aðstoða slasaða á vettvangi í stað þess að flýja sjálfur. Hann dró meðal annars nagla úr andlitum og handleggjum slasaðra barna. Annar heimilislaus maður, Chris Parker, aðstoðaði einnig á vettvangi, en nú hafa verið stofnaðar fjáröflunarsíður fyrir þá báða.

Móðir Jones skrifaði inn á fjáröflunarsíðu sonar síns og segist endilega vilja komast í samband við hann. „Við höfum ekki verið í sambandi í langan tíma og ég hafði ekki hugmynd um að hann væri heimilislaus. Ég er mjög stolt af syni mínum en ég held að hann gæti þurft á mér að halda núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert