Önnur handtaka og húsleit

Sprengjusveit bresku lögreglunnar er á svæðinu.
Sprengjusveit bresku lögreglunnar er á svæðinu. AFP

Sprengju­sveit bresku lög­regl­unn­ar hef­ur verið kölluð að Wigan-götu í út­hverfi Manchester. Leitað hefur verið í húsi í götunni í allan dag eftir handtöku á svæðinu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust grunsamlegir hlutir í húsinu og var því ákveðið að kalla sprengjusveitina til. 

Að sögn lögreglu tengist atvikið hryðju­verka­árás­inni í Manchester á mánu­dag­inn þar sem 22 létust og 59 slösuðust.

Búið er að loka öll­um göt­um í ná­grenn­inu og vinna yfirvöld á svæðinu nú í því að koma öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna aðgerðanna fyrir.

Samkvæmt frétt Independent eru fjölmargir lögreglubílar á svæðinu og tvær þyrlur fljúga nú yfir því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert