Veittu bandarísku herskipi viðvörun

Bandaríska herskipið USS Dewey (til vinstri) á siglingu.
Bandaríska herskipið USS Dewey (til vinstri) á siglingu. AFP

Kínversk stjórnvöld segja að bandarískt herskip hafi siglt inn í landhelgi ríkisins í Suður-Kínahafi í óleyfi. Kínverski sjóherinn ákvað í framhaldinu að veita herskipinu viðvörun.

„Aðgerðir bandaríska skipsins grafa undan fullveldi Kína og öryggi landsins,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni kínverska utanríkisráðuneytisins.

Bandaríska herskipið USS Dewey sigldi innan við 12 sjómílur frá manngerðri eyju sem stjórnvöld í Peking segjast eiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert