Flutningaflugvél brotlenti í Nepal

AFP

Flutningaflugvél brotlenti í morgun þegar hún hugðist lenda á litlum flugvelli í nágrenni Everest-fjalls í Nepal með þeim afleiðingum að flugstjórinn lét lífið og tveir aðrir í áhöfninni slösuðust alvarlega. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að öllum þremur í áhöfninni hafi verið bjargað á lífi úr flaki flugvélarinnar sem brotnaði í þrjá hluta þegar hún reyndi að lenda á Lukla-flugvellinum sem margir telja þann hættulegasta í heimi. Flugstjórinn lést síðan skömmu síðar á sjúkrahúsi. Flugmaðurinn og flugfreyja eru á sjúkrahúsinu alvarlega slösuð.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að flugvélin brotlenti en mikil þoka var á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert