Reyndu að stilla til friðar og voru myrtir

Lögreglan handtók árásarmanninn. Hann hefur verið ákærður fyrir morðin.
Lögreglan handtók árásarmanninn. Hann hefur verið ákærður fyrir morðin. AFP

Tveir karlmenn í Oregon voru myrtir eftir að hafa reynt að stöðva áreiti gegn tveimur konum sem voru klæddar að hætti múslima. Þetta kemur fram í frétt BBC og er haft eftir lögreglunni í Oregon.

Karlmaðurinn sem var að áreita konurnar tvær réðst á mennina tvo og stakk þá. Árásin átti sér stað í lest í Portland. Einn maður slasaðist að auki áður en lögreglan handtók árásarmanninn.

Annað fórnarlambið lést á staðnum en hitt á sjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað. 

Árásarmaðurinn heitir Jeremy Joseph Christian og er 35 ára. Hann hefur verið þegar verið ákærður fyrir morðin. 

Lögreglufulltrúi í Portland segir í samtali við BBC að maðurinn hafi öskrað á konurnar tvær hluti sem teljast geti hatursorðræða. Farþegar í lestinni hafi nálgast hann og reynt að róa hann. 

Christian fór út úr lestinni eftir árásina og var handtekinn skömmu síðar. 

Konurnar báru höfuðklúta að hætti margra múslima. Þær voru farnar af vettvangi áður en lögreglan náði af þeim tali.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert