Íhuga að banna fartölvur í flugi

John Kelly er heimavarnarráðherra Bandaríkjanna.
John Kelly er heimavarnarráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandaríska heimavarnarráðuneytið íhugar að banna fartölvur alfarið í flugi til og frá landinu vegna vísbendinga um „raunverulega“ yfirvofandi hættu.

Þetta sagði ráðherrann John Kelly í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina í dag. Hann var spurður hvort hann myndi setja slíkt bann á og var þá svarið: „Ég gæti gert það.“

Hann bætti svo við: „Það er raunveruleg ógn, fjölmargar ógnir steðja að fluginu.“ Hann sagði að hryðjuverkamenn væru með það „á heilanum“ að brotlenda flugvél, sérstaklega bandarískri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert