Norður-Kórea skýtur á loft flugskeyti

Myndir sem gefnar voru út af ríkisfréttamiðli Norður-Kóreu í dag.
Myndir sem gefnar voru út af ríkisfréttamiðli Norður-Kóreu í dag. AFP

Norðurkóresk stjórnvöld hafa skotið á loft því sem virðist vera flugskeyti, samkvæmt umfjöllun suðurkóresku fréttastöðvarinnar Yonhap.

Fregnir af skotinu koma á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti leitast við að herða efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn landsins, sem stefnir á að þróa kjarnorkueldflaug sem náð gæti yfir á meginland Bandaríkjanna.

Skeytinu var skotið á loft nærri hafnarborginni Wonsan, að því er segir í tilkynningu frá her Suður-Kóreu. Nýkjörinn forseti landsins, Moon Jae-In, hefur kallað þjóðaröryggisráðið á fund sinn til að meta aðstæðurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert