Sex létu lífið í óveðri

Frá rigningunni í Moskvu í dag.
Frá rigningunni í Moskvu í dag. AFP

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir hvassviðri og tugir eru slasaðir í Moskvu í Rússlandi. Mörg hundruð tré brotnuðu í veðrinu. Veðrið var verst í norðaustur-, suðvestur- og austurhluta borgarinnar.

Fimm hafa látið lífið vegna trjáa sem féllu til jarðar en þá lést aldraður maður á strætóstöð þegar hún skemmdist vegna veðursins. Dauðsföllin eru nú í rannsókn að sögn borgaryfirvalda.

Að sögn borgarstjórans Sergei Sobyanin þurftu rúmlega 40 manns að leita sér læknishjálpar vegna veðursins og mörg hundruð tré brotnuðu. 

Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari skemmdir. Veðrið olli töluverðum töfum á flugvöllum borgarinnar og þá þurfti að takmarka lestarþjónustu vegna trjáa sem fallið höfðu á lestarteina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert