Mora nemur land í Bangladess

Fellibylurinn Mora er kominn að landi við suðausturströnd Bangladess og fylgir honum mikil úrkoma og rok. Yfir ein milljón íbúa á þessu svæði Bangladess eru komnir í neyðarskýli en vindhraðinn mælist 45 metrar á sekúndu. 

Fastlega er gert ráð fyrir að íbúar hluta Búrma og Indlands eigi eftir að finna fyrir Mora en yfir 180 létust á Sri Lanka þegar fellibylurinn fór þar yfir fyrr í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert