15 ára varð ófrísk eftir þjálfarann

Fyrrum þjálfari kanadíska unglingalandsliðs kvenna í skíðaíþróttum hefur verið fundinn …
Fyrrum þjálfari kanadíska unglingalandsliðs kvenna í skíðaíþróttum hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot gegn níu ungum íþróttakonum á árunum 1991 til 1998. AFP

Fyrrum þjálfari kanadíska unglingalandsliðs kvenna í skíðaíþróttum hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot gegn níu ungum íþróttakonum á árunum 1991 til 1998. Ein kvennanna, sem var 15 ár þegar þjálfarinn braut á henni, varð ófrísk og lét rjúfa þungunina.

Hinn 52 ára gamli Bertrand Charest var handtekinn og ákærður árið 2015 eftir að ein kvennanna, fyrrverandi landsliðskona, tilkynnti um málið til lögreglu. Hans bíður nú allt að 14 ára fangelsi þegar hann hefur afplánun í ágúst fyrir alls 37 brot.

„Ákærði hagaði sér eins og sannkallað rándýr, sem vandlega spann vef sinn til að laða til sín ungar konur, ungling, og nýtti sér áhrifamikla stöðu sína gagnvart þeim,“ sagði dómarinn Sylvain Lepine er dómur var kveðinn upp í Quebec í Kanada. „Ákærði hafði fullkomin völd, bæði tilfinningalega, íþróttamannslega, og andlega, yfir öllum brotaþolum.“

Brotin áttu sér stað víðs vegar á ferðum liðsins um heiminn, meðal annars á Mont-Tremblant skíðasvæðinu í Kanada, í Frakklandi, Austurríki, Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert