Reyndi fyrst að kaupa byssu

Kanadískur lögregubíll fyrir utan heimili árásarmannsins í Quebec.
Kanadískur lögregubíll fyrir utan heimili árásarmannsins í Quebec. AFP

Kanadískur karlmaður sem handtekinn var fyrir að stinga bandarískan lögregluþjón í hálsinn með hnífi á alþjóðaflugvellinum í borginni Flint í Michigan í gær hafði áður reynt að kaupa byssu. Árásin hefur verið skilgreind sem hryðjuverk.

Maðurinn, hinn 49 ára gamli Amor Ftouhi, hefur verið ákærður fyrir ofbeldisverk á flugvelli. Hann situr í gæsluvarðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir í næstu viku. Ftouhi keypti hnífinn eftir að hafa komið til Bandaríkjanna 16. júní og hafði áður reynt að festa kaup á byssu samkvæmt upplýsingum frá alríkislögreglunni FBI.

Ftouhi kallaði „Allah Akbar“ áður en hann stakk lögreglumanninn og kallaði síðan „Allah“ nokkrum sinnum samkvæmt ákærunni. Svo virðist sem hann hafi viljað hefna fyrir fólk sem látist hefði í Írak og Sýrlandi. Ftouhi mun vera kanadískur og túnískur ríkisborgari og hefur búið í Kanada í áratug þar sem hann hefur starfað sem vörubílstjóri.

Lögreglumaðurinn er á batavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert