Sakaðir um að hylma yfir níðingsverk

AFP

Háttsettir einstaklingar innan ensku biskupakirkjunnar lögðust á eitt um að hylma yfir með fyrrverandi biskup kirkjunnar sem beitti unga menn kynferðislegu ofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjálfstæðrar rannsóknarnefndar sem hefur rannsakað brot innan kirkjunnar.

Peter Ball, 85 ára, fékk 32 mánaða dóm í október 2015 eftir að hafa játað að hafa brotið gegn 18 unglingspiltum og ungum mönnum kynferðislega. Ball, fyrrverandi biskup Lewis og Gloucester nýtti sér kirkjuna sem skálkaskjól til þess að fremja níðingsverk sín, segir í frétt BBC upp úr skýrslunni.

Meðal þeirra sem sæta gagnrýni í skýrslunni er fyrrverandi erkibiskupinn af Kantaraborg, Lord Carey. Hann hefur verið beðinn um að láta af núverandi starfi innan kirkjunnar en hann er heiðursaðstoðarbiskup núverandi erkibiskups, Justin Welby.

Ball framdi brot sín á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hann var látinn laus í febrúar eftir að hafa afplánað 16 mánuði af refsingunni.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert