Um 600 byggingar með sömu klæðningu

Talið er að klæðningin á Grenfell-turninum sé ástæða þess að …
Talið er að klæðningin á Grenfell-turninum sé ástæða þess að eldurinn breiddist hratt út. AFP

Um sex hundruð byggingar á Englandi eru með sömu eða svipaða klæðningu og var á Grenfell-turninum er hann brann. Þetta staðfestir forsætisráðuneytið. 

Rannsóknir hafa sýnt að í það minnsta þrír íbúðaturnar í Bretlandi eru með slíka utanhúsklæðingu. Enn á eftir að rannsaka hundruð til viðbótar. 

Talið er að klæðningin á Grenfell-turninum í London hafi orðið til þess að eldurinn breiddist gríðarlega hratt út og logaði í nær öllum turninum á aðeins fáum mínútum eftir að eldurinn kom upp á fjórðu hæð hans. 

79 manns létust eða er enn saknað eftir eldsvoðann.

Yfirvöld segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi standi til að kanna öryggi klæðninga húsum borgarbúa, að sögn Theresu May, forsætisráðherra. 

Ríkisstjórnin segir að á hverjum degi séu klæðningar um 100 turnbygginga í landinu kannaðar og svo verði áfram næstu daga. 

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert