Choi fékk þriggja ára dóm

Choi Soon-Sil.
Choi Soon-Sil. AFP

Náin vinkona fyrrverandi forseta Suður-Kóreu var dæmd í þriggja ára fangelsi í nótt fyrir spillingu.

Vegna mála tengdum Choi Soon-sil þurfti Park Geun-Hye að segja af sér sem forseti landsins en Choi hafði verið vinkona hennar í fjóra áratugi og ráðgjafi. 

Choi var sökuð um að hafa notfært sér vináttuna við forsetann í auðgunarskyni. Hún er m.a. sögð hafa þvingað stjórnendur stórfyrirtækja Suður-Kóreu til að greiða stofnun, sem hún stjórnaði, jafnvirði alls 7,6 milljarða króna. 

Hún var fundin sek um að hafa nýtt sér stöðu sína til þess að tryggja dóttur sinni, Chung Yoo-ra, sæti í háskóla sem og að hafa látið gefa dóttur sinni einkunnir fyrir próf sem hún tók aldrei.

Ekki er búið að dæma í öllum þeim spillingarmálum sem Choi er ákærð fyrir.

Frétt BBC

Chung Yoo-Ra, dóttir Choi Soon-sil.
Chung Yoo-Ra, dóttir Choi Soon-sil. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert