Djúphreinsa lestarkerfið vegna baktería

Neðanjarðarlestarkerfið verður þrifið sérstaklega vel í sumar.
Neðanjarðarlestarkerfið verður þrifið sérstaklega vel í sumar. AFP

Hlutar af neðanjarðarlestarkerfinu í London verða djúphreinsaðir eftir að hættulegar bakteríur fundust. Ákvörðun um hreinsun var tekin eftir að ný rannsókn sýndi að 121 tegund bakteríu og mygla fannst í kerfinu sem flytur milljónir íbúa borgarinnar milli staða á hverjum degi. Átta af þessum bakteríum eru flokkaðar sem hættulegar.

Í frétt Sky um málið segir að nú verði gert átak til að auka loftgæði í lestarkerfinu. Á hverri nóttu í allt sumar verða hlutar kerfisins djúphreinsaðir til að minnka áhættu fyrir farþega. 

Fimmtíu lestarstöðvar verða t.d. þrifnar á hverri nóttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert