Dómarar vilja Dassey lausan

Brendan Dassey var dæmdur í fangelsi árið 2005 fyrir morðið …
Brendan Dassey var dæmdur í fangelsi árið 2005 fyrir morðið á Teresu Hallbach.

Játning Brendans Dassey, frænda Stevens Avery sem fjallað var um í þáttunum „Making a Murderer“, var fengin með ólögmætum hætti og hann ætti að vera látinn laus úr fangelsi. Þetta er niðurstaða þriggja alríkisdómara sem ógiltu dóminn yfir Dassey í gær.

Dass­ey var sak­felld­ur af ákæru um að hafa nauðgað og myrt ljós­mynd­ar­ann Teresu Hal­bach og dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi árið 2007. Hal­bach var myrt árið 2005 en fjallað er um morðið og mála­ferl­in gegn þeim Avery og Dass­ey í Net­flix-serí­unni sem vakti gríðarlega athygli.

Áfrýjun til Hæstaréttar Bandaríkjanna síðasta úrræðið

Talsmenn saksóknara í málinu hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og segjast vonast til þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna snúi ákvörðuninni við, en áfrýjun til æðsta dómstólsins er nú síðasta úrræði þeirra.

„Hugur okkar er hjá Halbach fjölskyldunni sem þarf að þjást í gegnum aðra tilraun Dasseys til að hreinsa sig af sinni sekt,“ sagði talsmaðurinn, Johnny Koremenos.

Lögmenn Dasseys segjast hins vegar vera alsælir með niðurstöðuna og munu reyna að tryggja það að hann verði látinn laus undir eins.

Umdeildur dómur

Al­rík­is­dóm­ari ógilti dóm­inn yfir Dass­ey í ág­úst í fyrra á þeim for­send­um að lög­reglu­menn hefðu fengið hann til að játa með ólög­mæt­um hætti. Fyr­ir­skipaði dóm­ar­inn að honum skyldi sleppt. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Wiscons­in úr­sk­urðaði hins vegar í nóvember að Dass­ey þyrfti að sitja áfram í fang­elsi þar til niðurstaða fæst um áfrýj­un hans.

Dass­ey var 16 ára þegar hann var sakaður um að hafa aðstoðað frænda sinn Avery við að nauðga og myrða Hal­bach. Í Net­flix-þáttaröðinni kom fram að skipaður verj­andi hans hafi eytt mun meiri tíma í að ræða við fjöl­miðla en að sinna skjól­stæðingi sín­um. Hann hafi meðal ann­ars leyft lög­reglu­mönn­um að yf­ir­heyra hann ein­an þrátt fyr­ir að Dass­ey væri á mörk­um þess að telj­ast greind­ar­skert­ur. Benti margt til þess að ung­ling­ur­inn hefði sagt lög­reglu­mönn­un­um það sem þeir vildu heyra án þess að gera sér nokkra grein fyr­ir hvaða þýðingu það hefði fyr­ir hann sjálf­an.

Á end­an­um var það aðeins játn­ing hans sjálfs sem leiddi til sak­fell­ing­ar hans. Framb­urður hans var ekki lagður fram í máli ákæru­valds­ins gegn Avery sem einnig var fund­inn sek­ur og dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi en án mögu­leika á reynslu­lausn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert