Hundaskítur vinsæll eftirréttur

Hundaskítur í eftirmat hljómar allt annað en vel en eftirréttameistari í Taílandi hefur vart undan slíkar eru vinsældir réttarins. Þetta er ekki jafn slæmt og þetta hljómar því eftirrétturinn er kannski í laginu eins og hundaskítur og eins á litinn en um sætt hlaup er að ræða.

„Það er skrýtið að enginn annar skuli búa til eitthvað sem er eins og hundaskítur í laginu því fólk elskar þetta,“ segir Wilaiwan Mee-Nguen en hún býr eftirréttinn til í eldhúsinu á heimili sínu í Bangkok. Rétturinn er búinn til úr kókosmjólk, matarlími og matarlit.

Í miðri viku starfar hún á skrifstofu en um helgar útbýr hún eftirrétti og selur. Fyrir nokkrum mánuðum óskaði viðskiptavinur eftir einhverju óvenjulegu og Wilaiwan ákvað að láta slag standa. Eftirrétturinn sló í gegn og er sá vinsælasti í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert