Lásbogar með tannstönglum vekja óhug

Litlu lásbogarnir hafa farið eins og eldur um sinu í …
Litlu lásbogarnir hafa farið eins og eldur um sinu í Kína. AFP

Borgaryfirvöld í Kína hafa skorið upp herör gegn nýju leikfangi sem hefur vakið óhug foreldra. Um er að ræða lásboga sem skjóta tannstönglum og eru nógu kraftmiklir til að gata pappaspjöld, epli og jafnvel gosdósir. Þessu greinir fréttavefur Breska ríkisútvarpsins frá. 

Leikfangið hefur verið selt á götuhornum nálægt skólum og víða í verslunum og á netinu. Óttast er að það geti valdið alvarlegum meiðslum og hafa nokkrar borgir lagt sölubann en aðrar liggja undir miklum þrýstingi frá foreldrum. 

Tvær af stærstu netverslunum Kína, JD.com og Taobao.com, hafa ákveðið að láta af allri sölu á leikfanginu hættulega og lögreglan stendur nú í ströngu við að uppræta sölu í verslunum í nágrenni við skólasvæði. 

Lásbogarnir eru kraftmeiri en stærðin gefur til kynna.
Lásbogarnir eru kraftmeiri en stærðin gefur til kynna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert