Segjast ekki hafa pyntað Warmbier

Myndin var birt af norðurkóreskum stjórnvöldum síðasta vor en hún …
Myndin var birt af norðurkóreskum stjórnvöldum síðasta vor en hún er tekin við réttarhöldin yfir bandaríska háskólanemanum Otto Warmbier. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ekki hafa pyntað eða misþyrmt Warmbier. AFP

Norðurkóresk stjórnvöld hafna því að hafa misþyrmt eða pyntað Otto Warmbier, bandaríska námsmanninn sem lét lífið stuttu eftir að honum var sleppt frá Norður-Kóreu, þá í dái.

„Viðeigandi stofnanir samfélagsins koma meðhöndla fanga í samræmi við gildandi lög í landinu og alþjóðlegar siðareglur,“ er haft eftir talsmanni norðurkóresku sáttanefndarinnar í ríkisfjölmiðlinum KCNA.

2.500 manns voru við jarðaför Warmbier í Cincinnati í Ohio-ríki Bandaríkjanna í gær. Hann var handtekinn og dæmdur til 15 ára þrælkunarvinnu þegar hann reyndi að stela veggspjaldi á hóteli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert