„Það er stelpa“

„Það er stelpa,“ segir í tilkynningu frá dýragarðinum í Tókýó og er þar verið að vísa í fæðingu pöndu í garðinum. 

Húnninn fæddist íUeno dýragarðinum 12. júní en kyn hans var ekki staðfest formlega fyrr en í dag. Algjört pöndu-æði ríkir í Japan en húnninn er sá fyrstu sem fæðist í garðinum í fimm ár.

Litla pandan í dýragarðinum í Tókýó.
Litla pandan í dýragarðinum í Tókýó. AFP

Pöndur eru bleikar og hárlausar við fæðingu og eru um 100 grömm að þyngd. Vegna smæðar þeirra getur verið erfitt að greina kynið með fullri vissu.

Talsmaður dýragarðsins segir litlu pönduna vera við góða heilsu og drekka móðurmjólk. Hún er nú 17,6 sm að stærð og 283,9 grömm að þyngd. Litaraft hennar er að breytast úr bleiku í svartan feld. Fyrstu svörtu hárin komu í kringum augun en síðar um allan líkamann. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert