Yfirvöld brugðust börnunum

AFP

Börn sem voru fórnarlömb skelfilegrar misnotkunar fengu enga aðstoð frá norska velferðarkerfinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í væntanlegri skýrslu rannsóknarnefndar sem var skipuð til að rannsaka misnotkun og ofbeldi gegn börnum í landinu.

Í mörgum tilvikum hefði verið hægt að koma í veg fyrir ofbeldi, kynferðislega misnotkun og alvarlega vanrækslu, segir formaður nefndarinnar ((Barnevoldsutvalget), Ann-Kristin Olsen.

Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist hún telja að stjórnvöld hafi brugðist börnum í fjölmörgum tilvikum.

Olsen segir að margt hafi komið í ljós í þeim tuttugu málum sem rannsökuð hafa verið. Um er að ræða mál sem tengjast kynferðislegu ofbeldi, vanrækslu og öðru ofbeldi gagnvart börnum. Meðal þess sem hún nefnir er að börnin hafi verið sögð vera með ADHD án þess að hafa verið rannsökuð til hlítar og það sagt skýringin á hegðun þeirra.

Ekki hafi verið tilkynnt um brot á lögum gagnvart börnum. Kvörtunum barna um ofbeldi gagnvart sér ekki fylgt eftir ef foreldrarnir neituðu að hafa beitt börn sín ofbeldi. Börnin fengu aðstoð allt of seint ef þau fengu hana yfir höfuð og svo mætti lengi telja. 

Þrátt fyrir að ábendingar um að alvarleg brot væri að ræða þá gerðu félagsmálayfirvöld ekkert í málunum og hunsuðu upplýsingar um eiturlyfjaneyslu forráðamanna og fyrri ofbeldisbrot þeirra.

Fjölskyldur fengu félagslega aðstoð, meðal annars með dagvistun, liðveislu og fjárhagsstuðning en það tók oft mörg ár að greina hver rót vandans var. Hvers vegna börnin áttu í erfiðleikum - að þau voru fórnarlömb ofbeldis. 

Olsen segir að það sem haf komið henni mest á óvart var hversu sjaldan og lítið var rætt við börnin sjálf.

 „Börnin sjálf eru besta heimildin um hvernig þeim líður. Í ljós kom að börn barnanna höfðu verið greind, með ADHD í flestum tilvikum. En enginn hafði rætt við börnin og spurt þau hvers vegna þau hegðuðu sér eins og þau gerðu. Þau voru bara greind og fengu meðferð samkvæmt þeirri skilgreiningu,“ segir Olsen.

Frétt NRK í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert