Þriðji blaðamaðurinn látinn

Frá Mósúl.
Frá Mósúl. AFP

Franski blaðamaðurinn Veronique Robert sem slasaðist þegar jarðsprengja sprakk í borginni Mósúl í Írak fyrr í vikunni er látinn. Þessu greinir vinnuveitandi hans, France Televisions, frá í yfirlýsingu í dag að því er fram kemur á fréttaveitu AFP.

Robert gekkst undir aðgerð í Baghdad en var svo flogið til Frakklands aðfaranótt föstudags. Þar lést hann af sárum sínum. Tveir fréttamenn til viðbótar létust í sprengingunni, annar franskur ríkisborgari og hinn íraskur. 

Frétt mbl.is: Tveir blaðamenn létust í Mósúl

Harðir bar­dag­ar hafa geisað í og við Mósúl síðustu daga í til­raun­um írask­ra her­sveita til að ná aft­ur hluta borg­ar­inn­ar þar sem hið svo­nefnda Ríki íslams hef­ur ráðið lög­um og lof­um.

Hinir fréttamennirnir tveir sem létust voru að taka upp fréttaefni af bardaganum fyrir frönsku sjón­varps­stöðina 2 TV þegar sprengingin varð. Voru það Steph­an Vil­leneu­ve mynda­tökumaður og Bak­ht­iy­ar Haddad, aðstoðarmaður hans, en þeir létust samstundis. Robert og annar franskur blaðamaður slösuðust í árásinni. 

Írak er efst á lista yfir þau lönd í heimi þar sem hættu­leg­ast er fyr­ir blaða- og frétta­menn að starfa. Frá ár­inu 2014 hafa 27 blaðamenn, bæði menntaðir og ómenntaðir, verið myrt­ir í Írak sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sam­tök­um Blaðamanna án landa­mæra (RSF).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert