Sprenging í námu kostaði átta lífið

Bærinn Cucunuba í Kólumbíu.
Bærinn Cucunuba í Kólumbíu. Wikipedia

Sprenging varð í kolanámu við bæinn Cucunuba í Kólumbíu í gærkvöld sem kostaði í það minnsta átta manns lífið. Ekkert hefur spurst til fimm annarra sem voru í námunni. Björgunarsveitir hafa unnið að því síðan í gær að reyna að hafa uppi á þeim.

Fram kemur í frétt AFP að einn hafi slasast sprengingunni. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en hún var starfrækt í leyfisleysi. Björgunarsveitarmenn hafa þurft að nota skóflur og önnur handverkfæri til þess að komast í gegnum jarðveginn.

Haft er eftir stjórnanda björgunaraðgerðanna á staðnum, Wilson Garcia, að leitað verði í alla nótt ef með þurfi til þess að reyna að finna þá sem saknað er í von um að þeir séu enn á lífi. Tugir björgunarsveitarmanna eru á staðnum segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert