1.800 flýja eldana á Spáni

Bíll á ferð í gegnum reykjarmökkinn í Mazagon í nágrenni …
Bíll á ferð í gegnum reykjarmökkinn í Mazagon í nágrenni Donana-þjóðgarðsins. AFP

Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við að ná tökum á skógareldum á Suður-Spáni. Yfir 1.800 manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið, m.a. ferðamönnum sem hugðust gista á tjaldsvæðum í Donana-þjóðgarðinum. 

Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki en í skógareldum í nágrannalandinu Portúgal létust 62 í síðustu viku.

Eldarnir á Spáni kviknuðu í fyrrinótt og í morgun voru þeir farnir að teygja sig inn í Donana-þjóðgarðinn sem er þekktur fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og er athvarf nokkurra dýrategunda sem eru í útrýmingarhættu. 

Eldar loga við götu í bænum Mazagon á Suður-Spáni.
Eldar loga við götu í bænum Mazagon á Suður-Spáni. AFP

23 þyrlur og flugvélar eru notaðar við slökkvistarfið. Þær höfðu áður verið lánaðar til Portúgala til að berjast við eldana þar. 

Vindur og mikill hiti hefur erfiðað slökkvistarf í dag. Ekki er enn vitað á hversu stóru landsvæði skógareldarnir brenna. 

Eldsupptök eru ókunn.

Rúmlega 1.800 manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið vegna …
Rúmlega 1.800 manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið vegna skógareldanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert