Bifreið ekið á hóp múslima

Wikipedia

Bifreið var ekið á hóp fólks fyrir utan íþróttamiðstöð í borginni Newcastle í Bretlandi í morgun með þeim afleiðingum að sex urðu fyrir meiðslum. Þar af þrjú börn. Fólkið var þar statt til þess að fagna lokum Ramadan-hátíðar múslima. 

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að eitt barnanna hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Lögreglan telur ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða en kona á fimmtugsaldri, sem ók bifreiðinni, hefur verið handtekin. 

Sjónarvottar segja að konan hafi tekið þátt í bænastund á staðnum en hafi misst stjórn á bifreiðinni þegar hún var á leiðinni frá staðnum. Skelfing hafi gripið um sig.

Tvö hryðjuverk hafa verið framin undanfarna mánuði í Bretlandi þar sem ekið var á vegfarendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert