Loðnir sendiherrar Kína

Íbúar Berlínar hafa beðið komu Meng Meng og Jiao Qing með óþreyju. Sú bið er nú á enda því þessir loðnu kínversku sendiherrar eru mættir á svæðið.

Meng Meng og Jiao Qing eru pandabirnir sem fluttir voru frá Kína og til Berlínar þar sem þeir munu hreiðra um sig í dýragarði borgarinnar. Með í för eru tveir kínverskir sérfræðingar í umhirðu bjarnanna. Þá var einnig flutt inn til Þýskalands eitt tonn af bambus sem er eftirlætisfæða pandabjarna. 

Vonir standa til þess að birnirnir falli í kramið hjá gestum dýragarðsins og að þeir taki að streyma að til að sjá þá. 

Þá þykir flutningur þeirra frá Kína benda til þess að samskipti Kínverja og Þjóðverja séu góð og náin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert