Misheyrði „ekki stökkva“ og lést

Vera Mol lét lífið í teygjustökki.
Vera Mol lét lífið í teygjustökki. AFP

Slæm enskukunnátta starfsmanns var hluti ástæðunnar fyrir því að 17 ára stúlka lét lífið í teygjustökki á Spáni fyrir tveimur árum síðan. Dómstóll á Spáni hefur komist að þessari niðurstöðu.

Hollendingurinn Vera Mol lét lífið í ágúst árið 2015 þegar hún fór í teygjustökk ásamt vinum sínum í Cantabria í norðurhluta Spánar. 

Mol stökk fram af brú áður en teygjan hafði verið skorðuð örugg. Leiðbeinandinn sem sá um teygjustökkið sagði „ekki stökkva“ (no jump) en gert er ráð fyrir því að hún hafi misheyrt það sem „stökktu núna“ (now jump).

Leiðbeinandinn hefur komið fyrir rétt í Cantabria þar sem hann er sakaður um dauða stúlkunnar. Yfirmaður fyrirtækisins sem sá um teygjustökkið verður sóttur af saka fyrir manndráp af gáleysi.

„Það er vel skiljanlegt að fórnarlambið hafi skilið slæma ensku leiðbeinandans á þá leið að hún ætti að stökka,“ sagði dómari. Ennfremur kom fram að hægt hefði verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauðdaga Mol ef leiðbeinandinn hefði komið skilaboðunum betur frá sér um að hún ætti ekki að stökkva.

Dómari bætti við að leiðbeinandinn hefði átt að athuga hvort stúlkan væri orðin 18 ára gömul.

Frétt Independent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert