Stalín lifir meðal Rússa

Stalín er talinn vera „merkilegasta opinbera persónan” í viðhorfskönnun meðal …
Stalín er talinn vera „merkilegasta opinbera persónan” í viðhorfskönnun meðal Rússa. 1.600 Rússar voru beðnir um að nefna tíu stærstu persónur sögunnar í viðhorfskönnun og Stalín trónir þar á toppinum, að mati 38 prósent svarenda. Ljósmynd/Wikipedia

Samkvæmt nýrri könnun telur stór hluti Rússa Jósef Stalín, fyrrum einræðisherra Sovétríkjanna, merkilegustu persónu sögunnar. Um 1.600 Rússar voru beðnir um að nefna tíu stærstu persónur sögunnar í viðhorfskönnun og Stalín trónir þar á toppinum, að mati 38 prósent svarenda.

Á eftir Stalín  kemur í annað sæti rússneska skáldið Alexander Pushkin og Vladimir Putin núverandi forseti Rússa. Jafnmargir eða 34% svarenda segja þá eiga þessa nafnbót skilið. Tölur Pútins hafa hækkað verulega frá síðustu sambærilegu könnun sem framkvæmd var árið 2012, en þá töldu 22 prósent þátttakenda Pútin vera merkilegustu opinberu persónuna sögunnar.

Vladímír Lenín, fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna, vermir fjórða sæti með 32 prósent stuðning. Á eftir honum kemur í fimmta sæti Pétur mikli Rússakeisari með 29 prósent fylgi. Einungis þrír útlendingar eru meðal 20 efstu á listanum. Þannig er Napóleon Bónaparte frakkakeisari í 14. sæti, nefndur af 9 prósent þátttakenda. Þýska eðlisfræðingurinn Albert Einstein náði 16 sæti eftir að hafa verið nefndur af 7 prósent svarenda en enski vísindamaðurinn Isaac Newton nær 19. sæti.

Könnunin var á vegum Levada Center sem er óháð könnunarfyrirtæki í Rússlandi og nýtur ekki stuðnings stjórnvalda þar í landi. Könnunin var framkvæmt dagana 7. apríl til 10. apríl 2017 meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri á 48 rússnesku svæðum. Moscow Times greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert