Lést vegna læknamistaka

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Barn lést á sjúkrahúsinu í Västerås í Svíþjóð nýverið vegna þess að starfsfólk sjúkrahússins beið of lengi með að framkvæma bráða keisaraskurð. Þetta er niðurstaða eftirlitsnefndar með heilbrigðismálum í Svíþjóð.

Konan var að fæða þegar ljósmóðirin nam frávik í hjartslætti barnsins í rita sem fylgdist með hjartsláttartíðni fósturs í fæðingu. Fæðingarlæknirinn taldi hins vegar að hjartsláttur barnsins væri eðlilegur og vildi bíða með að senda konuna í bráða keisara, samkvæmt frétt sænska útvarpsins.

Ljósmóðirin hringdi hins vegar aftur í lækninn þegar púls barnsins hægði skyndilega á sér. Þegar læknirinn kom í fæðingarstofuna fann hann ekki lengur hjartslátt barnsins þannig að keisaraskurður var framkvæmdur. En barnið var látið við fæðingu.

Eftirlitsnefndin (Inspektionen för vård och omsorg, IVO) gagnrýnir heilbrigðisnefnd héraðsins. Bráða keisaraskurðurinn hafi verið framkvæmdur oft seint og upplýsingar um hjartsláttarriti mistúlkaðar.

Í skýrslu IVO kemur fram að fæðingin hafi átt að vera skráð sem áhættufæðing því konan var gengin fram yfir ásettan fæðingardag og vaxtarkúrfa barnsins komin út fyrir eðlileg mörk. Jafnframt höfðu mælst leifar af barnabiki í vökva líknarbelgsins.

Þetta er ekki fyrsta dæmið um misrækslu á sænskum sjúkrahúsum þegar kemur að fæðingum líkt og mbl.is hefur greint frá.

Frétt sænska útvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert