Skaut kærastann við gerð myndbands

Kona skaut kærastann sinn við gerð YouTube myndbands á meðan …
Kona skaut kærastann sinn við gerð YouTube myndbands á meðan að dóttir þeirra fylgdist með. Wikipedia

Tvítug bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að hún skaut kærastann sinn við gerð YouTube myndbands. Þriggja ára gömul dóttir þeirra var að sögn viðstödd atvikið sem átti sér stað á mánudag. 

Monalisa Perez sagði lögreglunni að kærastinn hennar, Pedro Ruiz III, hafi fengið þá hugmynd að taka upp myndband þar sem hún skýtur úr byssu í bók sem hann heldur við brjóstið á sér. Áður en þau tóku myndbandið skirfaði tísti Perez um áætlunina „Ég og Pedro erum að fara að skjóta eitt hættulegasta myndband sem við höfum nokkurn tímann gert“ og tók skýrt fram að þetta var hans hugmynd en ekki hennar.

Telegraph greindi frá því að Perez hafi skotið úr 50 kalíbera byssu með aðeins 30 cm fjarlægð sem olli því að Ruiz lést. Hann var þegar látinn þegar skjúkrabíll kom á vettvang. Á parið von á barni en Perez á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir manndráp og kæruleysi í umgengni skotvopna.

YouTube síða þeirra er með rétt undir tvö þúsund „like“ en þar er að finna fjölda myndbanda þar sem þau gera ýmsar brellur og hrekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert