Leggja niður vopnastuðning í Sýrlandi

Mynd tekin í bænum Ayn Tarma sem er austan við …
Mynd tekin í bænum Ayn Tarma sem er austan við höfuðborgina Damascus. AFP

Bandaríkin hafa lagt niður vopnastuðning leyniþjónustunnar við uppreisnarhópa í Sýrlandi. Ákvörðunin var tekin fyrir mánuði en þá hafði þegar dregið töluvert úr stuðningnum.

The Washington Post greinir frá því að í stjórnartíð forvera hans, Barack Obama, hafi verið tekið upp á því að útvega uppreisnarmönnum vopn til þess að þrýsta á Bashar al-Assad forseta að stíga af stóli.  

Bandarískir embættismenn segja að ákvörðunin sé liður í að bæta tengsl landsins við Rússland. Rússneski herinn hefur stutt við bakið á Assad gegnum borgarastríðið á Sýrlandi sem hefur geisað í sex ár, dregið 300 þúsund manns til dauða og hrakið 11 milljónir af heimilum sínum. 

Lengi hafa verið efasemdir um skilvirkni vopnastuðningsins. Þrátt fyrir að uppreisnarmennirnir þurfi að gangast undir rækilegt skimunarferli hafa margir gengið til liðs við Ríki íslam og aðra öfgahópa. Þá hafa uppreisnarhóparnir verið skotmark loftárása rússneska hersins í tæp tvö ár. 

Í mars gáfu bandarísk stjórnvöld út að þau myndu hverfa frá markmiðinu um að þrýsta á Assad að stíga af stóli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert