Þrír látnir í mótmælum í Jerúsalem

Þúsundir lögreglumanna voru á svæðinu í morgun og neituðu palestínskum …
Þúsundir lögreglumanna voru á svæðinu í morgun og neituðu palestínskum mönnum undir 50 ára aldri að fara inn í borgina til þess að koma í veg fyrir mótmæli. Þrír létust og hundruðir særðust. AFP

Þrír palestínskir menn hafa látið lífið og hundruð særst í átökum í Jerúsalem í dag vegna mótmæla gegn nýjum öryggisráðstöfunum Ísraels á svæðinu. 

Ísraelska lögreglan setti upp málmleitartæki á tilteknu svæði í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru skotnir þar til bana síðastliðinn föstudag.

Þúsundir lögreglumanna voru á svæðinu í morgun og neituðu palestínskum mönnum undir 50 ára aldri um að fara inn í borgina til þess að koma í veg fyrir mótmæli. Í frétt BBC segir að lögregla hafi notað táragas til þess að tvístra hópi Palestínumanna sem köstuðu steinum og reyndu að brjóta sér leið inn á lokaða svæðið.

Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu segja frá því að 17 ára gamall drengur hafi látist í nærliggjandi hverfi en ekki er ljóst hver var að baki árásinni. Þá lést maður af sárum sínum eftir átök við A-Tur í Austur Jerúsalem. Þriðji maðurinn sem lést var skotinn í bringuna í Abu Dis á Vesturbakkanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert