28 dæmdir til dauða fyrir morð

Egyptar minnast ríkissaksóknarans Hisham Barakat, sem lést í sprengjuárás.
Egyptar minnast ríkissaksóknarans Hisham Barakat, sem lést í sprengjuárás. AFP

Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag 28 manns til dauða fyrir að hafa komið að morði á ríkissaksóknara fyrir tveimur árum. Auk þess voru 15 dæmdir í lífstíðarfangelsi, 8 í 15 ára fangelsi og 15 aðrir í 10 ára fangelsi.

Hisham Barakat var myrtur árið 2015 í sprengjuárás á bílalest sem hann ferðaðist með í Kaíró. Öfgamenn höfðu hvatt til árása á Barakat til þess að hefna fyrir aðgerðir sem hann stóð fyrir gegn öfgahópum

Egyptaland hefur átt erfitt með að taka á uppgangi öfgamanna frá því að herinn steyptu Mohamed Morsi, þáverandi forseta, af stóli árið 2013 en hann var félagsmaður í Bræðralagi múslima. Þá var í aðgerðir gegn öfgahópum og stuðningsmenn Morsi handteknir í hundruðatali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert