Breskur afi vann 270 milljónir í póker

John Hesp vann 2,6 milljónir bandaríkjadala á WSOP.
John Hesp vann 2,6 milljónir bandaríkjadala á WSOP. Skjáskot/WSOP

Hinn 64 ára John Hesp pókeráhugamaður ákvað að skrá sig til leiks á stærsta pókermóti í heimi til þess að fá tækifæri til að spila með bestu pókerspilurum heims og vinna vonandi eitthvað smávegis í leiðinni.

En að hafna í fjórða sæti og vinna 2,6 milljónir bandaríkjadala, eða um 270 milljónir króna, er eitthvað sem hann lét sig ekki einu sinni dreyma um. Hann segir það hafa verið á kistulistanum í nokkur ár að taka þátt í mótinu.

Mótið sem um ræðir er stærsta pókermót í heimi, aðalviðburður World Series of Poker (WSOP). Alls voru 7.221 spilarar skráðir til leiks en þátttökugjaldið var rétt rúmlega ein milljón króna, eða 10 þúsund dalir. 

„Þetta hefur verið frekar frábært,“ sagði Hesp í samtali við breska ríkisútvarpið eftir þetta mikla ævintýri. „Ég er búinn að lifa drauminn, og ég elskaði hverja mínútu af því. Ég skemmti mér konunglega.“

„Ég komst í topp fimmhundruð, svo í topp hundrað, svo fimmtíu og svo framvegis þar til ég var kominn á þann stað að þetta varð ólýsanlegt. Enginn trúði því að ég gæti þetta sem áhugamaður.“

Hann ætlar að eyða hluta af verðlaunafénu í fjölskylduna sína og „spilla henni smá“. Svo ætlar hann að bjóða konunni sinni í smá frí.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert