Kalla eftir skyndifundi öryggisráðsins

Palestínskur klerkur ræðir við ísraelskan landamæravörð í gærdag.
Palestínskur klerkur ræðir við ísraelskan landamæravörð í gærdag. AFP

Svíþjóð, Frakkland og Egyptaland hafa formlega beðið um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman í kjölfar ófriðar í Jerúsalem.

„Á fundinum yrði rætt hvernig hægt sé að styðja við ákall um að draga úr ófriði í Jerúsalem,“ segir forsvarsmaður utanríkisráðuneytis Svíþjóðar, Carl Skau.

Ofbeldi gærdagsins, þar sem þrír Ísraelar voru stungnir til bana og þrír Palestínumenn létust í átökum, er eitt það mesta sem sést hefur undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert