Rændu sjötíu og myrtu sjö

Lögreglumaður stendur vörð í Afganistan.
Lögreglumaður stendur vörð í Afganistan. AFP

Sjötíu Afgönum hefur verið rænt úr þorpi sínu í suðurhluta landsins og sjö myrtir, samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í landinu. Saka þau Talíbana um að hafa staðið fyrir árásinni.

Þrjátíu þorpsbúum hefur þegar verið sleppt en þrjátíu til viðbótar er enn saknað. Þetta segir Abdul Raziq, lögreglustjóri í Kandahar-héraði í samtali við fréttastofu AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert